Vörumerki |
---|
Lestrarflóðhestar – Sláðu slaginn
4990 kr.
Lestrar Flóðhestar – Sláðu slaginn! Er fjörugt spil fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri og málfræði. Þú gleymir þér alveg í þessu æsispennandi spili. Hvern hefði grunað að málfræði væri svona spennandi?!
Sláðu slaginn gengur út á að safna öllum spilunum. Vertu fyrstur til að slá á spilabunkann þegar réttur orðflokkur kemur upp, og þá er slagurinn þinn… en ekki gleyma að klappa áður en þú slærð þegar ávaxtakallarnir koma! Sá sem endar með öll spilin vinnur!
Spilið inniheldur 56 spil og leiðbeiningar með myndum.
Aldur: 6+ ára
Spilin eru auðveld í notkun, þar sem orðflokkarnir eiga allir sinn lit og sína mynd.
Spilin eru hönnuð og myndskreytt af Helgu Árnadóttur, svansmerkt og framleidd á Íslandi.
Á lager